UM OKKUR
Frá upphafi hefur markmið Garðsýnar verið að bjóða uppá gras-og garðaþjónustu af áður óþekktum gæðum – á skjótan hátt. Allir starfsmenn Garðsýnar hafa áratuga reynslu af vinnu á flottustu golf-og fótboltavöllum landsins. Auk þess býr starfsliðið að sérfræðimenntun í greininni og hefur kynnst starfinu á erlendri grundu til lengri eða skemmri tíma.
Hvort sem þú elskar að sjá um blettinn eða vilt láta aðra sjá um það, finnum við bestu lausnina fyrir þig. Okkar markmið er að nýta hvert handtak til hins ítrasta og vinna ekki verk að óþörfu.
Sjálfbærnitækifæri á grassvæðum og görðum eru sífellt að aukast og með tækniþróun síðustu ára er nú hægt að sjálfbærnivæða svæði með töluvert minni kostaði en áður. Við hjá Garðsýn leggjum mikla áherslu á að vera með puttann á púlsinum og bjóða upp á nýjustu og hagkvæmustu leiðirnar í sjálfbærnivæðingu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
HAFA SAMBAND
Við munum leitast við að svara öllum fyrispurnum
eins fljótt og auðið er